Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 08. október 2019 16:16
Elvar Geir Magnússon
Sagt að Halldór fylgi Óskari til Breiðabliks
Halldór og Óskar. Verða þeir saman hjá Blikum?
Halldór og Óskar. Verða þeir saman hjá Blikum?
Mynd: Hulda Margrét
Sagan segir að Halldór Árnason muni fylgja Óskari Hrafni Þorvaldssyni til Breiðabliks.

Fótbolti.net sagði frá því í síðasta mánuði að Óskar yrði ráðinn þjálfari Blika og það var síðan staðfest á laugardaginn.

Óskar kom Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum en hefur nú yfirgefið félagið. Grótta var í viðræðum við Halldór, sem hefur verið aðstoðarmaður Óskars hjá liðinu, um að taka við sem aðalþjálfari.

Hjörvar Hafliðason segir nú á Twitter að hann hafi fengið það staðfest að Halldór muni fylgja Óskari í Kópavoginn.

Fróðlegt verður að sjá hver mun stýra Gróttu í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili.

Hér að neðan má hlusta á viðtal við Óskar úr útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.


Óskar Hrafn um nýtt verkefni sitt hjá Breiðabliki
Athugasemdir
banner
banner
banner