banner
   fim 08. október 2020 23:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Helgi Kolviðs að hætta með Liechtenstein
Helgi Kolviðsson er fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.
Helgi Kolviðsson er fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Kolviðsson mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari Liechtenstein þegar samningur hans rennur þar út um áramótin.

Þetta sagði hann í samtali við Valtýr Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun. Morgunblaðið vakti athygli á tíðindunum.

„Ég er bú­inn að vera í viðræðum við knatt­spyrnu­sam­bandið frá því í júlí og við höf­um ekki ennþá náð sam­komu­lagi. Ég er þess vegna bú­inn að taka þá ákvörðun að klára þá leiki sem eft­ir eru, klára samn­ing­inn minn, og láta þar við sitja. Ég er því bara að skoða mig um í augna­blik­inu," sagði Helgi.

Helgi er fyrrum aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, en hann tók við Liechtenstein í desember 2018. Liechtenstein er í 180. sæti á heimslista FIFA en liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína, gegn San Marínó og Lúxemborg í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner