Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 08. október 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúmenar halda með okkur gegn Ungverjalandi
Icelandair
Frá leik Íslands og Rúmeníu í kvöld.
Frá leik Íslands og Rúmeníu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann Rúmeníu í kvöld og mætum við Ungverjalandi í úrslitum umspilsins fyrir EM. Ef við vinnum Ungverjaland í Búdapest í næsta mánuði þá förum við á þriðja stórmótið í röð.

Rúmenar, sem féllu úr leik á Laugardalsvelli, munu halda með okkur Íslendingum í næsta mánuði.

Það er vegna þess að það er gríðarlegur rígur á milli Ungverja og Rúmena. Þetta eru nágrannaþjóðir og þær kunna ekki vel við hvora aðra inn á fótboltavellinum, né utan fótboltavallarins.

Hægt er að lesa um ríginn á milli þjóðanna hérna.

Rúmenski fjölmiðlamaðurinn Alecs Stam óskaði Íslandi til hamingju með sigurinn á Twitter og bætti við að hann vonaðist til þess að við myndum vinna Ungverja.

„Til hamingju, sanngjarn sigur. Núna, ekki bregðast Rúmeníu og vinnið Ungverja fyrir okkur," skrifaði Stam á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner