Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. október 2020 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúmenar vildu fá fleiri víti - „Við erum á pari"
Icelandair
Damir Skomina, dómari.
Damir Skomina, dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands.
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hafði betur gegn Rúmeníu í kvöld þegar liðin áttust við í undanúrslitum umspilsins fyrir EM næsta sumar.

Ísland mætir Ungverjalandi í úrslitaleiknum.

Rúmenar fengu ansi umdeilda vítaspyrnu eftir klukkutíma leik. Eftir fjögurra mínútna VAR skoðun dæmdi Damir Skomina vítaspyrnu á Ragnar Sigurðsson. Dómurinn vakti ekki lukku á Íslandi.

„Raggi er bara að hoppa upp og skalla, hendurnar fara með þér upp," sagði Bjarni Guðjónsson á Stöð 2 Sport.

„Það að hann hafi dæmt víti er bara brandari, þetta er aldrei víti í mínum bókum," sagði Atli Viðar Björnsson.

Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson voru ekki sáttir með dóminn.

„Ég er ekki búinn að sjá þetta en ég talaði við Ragga og hann segir að hann komi aftan að honum. Raggi reiknaði ekki með að ég myndi vinna skallaboltann og er að undirbúa sig fyrir að skalla í burtu. Hann fór í þessa automatic hreyfingu sem maður gerir þegar maður fer í skallabolta. Ég spurði dómarann eftir leik, af hverju ertu að horfa á þetta svona lengi? Ertu að reyna að finna eitthvað til að dæma?' Hann sagði að hann þyrfti að hafa allt á hreinu til að dæma víti," sagði Aron Einar.

„Dómarinn var ekki viss um að dæma víti og hann vissi ekki hvað hann var að gera. Það var ódýrt að mínu mati," sagði Jóhann Berg.

Meiri vítaspyrna síðar í leiknum
Síðar í leiknum fór boltinn í hendi Ragnar Sigurðssonar innan teigs. Rúmenar gerðu tilkall til að fá víti en þá var ekkert dæmt.

„Við erum á pari. Hitt var aldrei víti og þetta er hugsanlega víti," sagði Bjarni á Stöð 2 Sport.

Atli Viðar talaði um að lukkan hefði verið með okkur þarna, en þá sagði Bjarni: „Það á ekki að vera nein lukka með VAR. Í VAR á þetta bara að vera rétt."

Sjá einnig:
Sjáðu vítadóminn umdeilda - Skomina notaði VAR

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu þegar boltinn fór í hönd Ragga.


Athugasemdir
banner
banner
banner