Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. október 2020 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrír skoruðu fyrsta landsliðsmarkið fyrir England - Belgía gerði jafntefli
Calvert-Lewin spilaði sinn fyrsta A-landsleik og skoraði auðvitað.
Calvert-Lewin spilaði sinn fyrsta A-landsleik og skoraði auðvitað.
Mynd: Getty Images
England og Belgía, lið sem eru með Íslandi í riðli í Þjóðadeildinni, spiluðu vináttulandsleiki í kvöld.

Belgía mætti Fílabeinsströndinni og þar var niðurstaðan 1-1 jafntefli eftir að Michy Batshuayi, sóknarmaðurinn sem elskar að skora gegn Íslandi, hafði komið Belgíu yfir. Miðjumaðurinn Franck Kessie jafnaði úr víti fyrir gestina.

Dominic Calvert-Lewin heldur áfram að raða inn mörkunum. Hann spilaði sinn fyrsta A-landsleik gegn Wales og skoraði eftir 26 mínútur.

Conor Coady og Danny Ings skoruðu einnig báðir sín fyrstu landsliðsmörk fyrir England í 3-0 sigri.

Ísland á framundan heimaleiki gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni.

Belgium 1 - 1 Ivory Coast
1-0 Michy Batshuayi ('53 )
1-1 Franck Kessie ('87 , víti)

England 3 - 0 Wales
1-0 Dominic Calvert-Lewin ('26 )
2-0 Conor Coady ('53 )
3-0 Danny Ings ('63 )
Athugasemdir
banner
banner
banner