Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 08. október 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristófer Sigurgeirs hættir hjá Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kristófer Sigurgeirsson er hættur sem aðstoðarþjálfari Víkings.


Hann gekk til liðs við félagið frá Breiðabliki árið 2023 en hann var í þjálfarateymi liðsins sem hafnaði í 3. sæti í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa unnið Lengjudeildina síðasta sumar.

Kristófer þjálfaði U20 lið Víkings meðfram því að vera aðstoðarþjálfari John Andrews hjá meistaraflokknum.

„Knattspyrnudeild Víkings þakkar Kristófer vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í næstu verkefnum." Segir í tilkynningu frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner