Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. nóvember 2019 15:34
Magnús Már Einarsson
Brandon Williams og Longstaff í hópnum gegn Íslandi
Brandon Williams.
Brandon Williams.
Mynd: Getty Images
Matty Longstaff.
Matty Longstaff.
Mynd: Getty Images
Keith Downing, þjálfari U20 ára landsliðs Englendinga, tilkynnti í dag hópinn sem mætir U21 liði Íslands í vináttuleik í Wycombe í Engandi þann 19. nóvember.

U21 lið Íslands spilar gegn Ítalíu laugardaginn 16. nóvember áður en farið verður til Englands.

Í hópnum eru aðrir leikmenn en skipa U21 lið Englands. Í U20 hópnum eru meðal annars Brandon Williams, vinstri bakvörður Manchester United, en hann hefur verið að fá tækifæri á þessu tímabili.

Matty Longstaff, miðjumaður Newcastle, og Angel Gomes, miðjumaður Manchester United eru einnig í hópnum.

„Við erum mjög ánægðir með að fá íslenska U21 liðið í heimsókn til Wycombe. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkar hóp til að reyna sig gegn eldri aldurshóp og liði sem er að standa sig vel í undankeppni EM," sagði Downing.

Markverðir: Joseph Anang (West Ham United), Joe Bursik (Accrington Stanley, á láni frá Stoke City), Billy Crellin (Fleetwood Town

Varnarmenn: Jayden Bogle (Derby County), Nathan Ferguson (West Bromwich Albion), Lewis Gibson (Everton), Tariq Lamptey (Chelsea), Joel Latibeaudiere (FC Twente á láni frá Manchester City), Japhet Tanganga (Tottenham Hotspur), Brandon Williams (Manchester United)

Miðjumenn: Flynn Downes (Ipswich Town), Andre Dozzell (Ipswich Town), Angel Gomes (Manchester United), Matthew Longstaff (Newcastle United), Emile Smith-Rowe (Arsenal), Marcus Tavernier (Middlesbrough)

Framherjar: Luke Bolton (Luton Town á láni frá Manchester City), Tyrese Campbell (Stoke City), Jack Clarke (Leeds United á láni frá Tottenham Hotspur), Danny Loader (Reading), Ian Poveda Ocampo (Manchester City)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner