Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 08. nóvember 2019 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leipzig með tilboð í Haaland
Mynd: Getty Images
Þýskir, enskir og austurrískir fjölmiðlar greina frá því að RB Leipzig sé búið að leggja fram tilboð í norska ungstirnið Erling Braut Haaland.

Haaland hefur verið að gera frábæra hluti með RB Salzburg og er búinn að vekja athygli um allan heim, enda kominn með 7 mörk í 4 leikjum í Meistaradeild Evrópu og 12 mörk í 11 deildarleikjum.

Hann hefur verið orðaður við helstu stórlið Evrópu en Leipzig verður að teljast líklegur áfangastaður.

Leipzig og Salzburg eru mikið að skipta sín á milli enda bæði félög í eigu orkudrykkjarisans Red Bull.

Håland verður tvítugur næsta sumar og hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Noreg, báða á þessu ári. Hann gerði 11 mörk í 5 leikjum með U20 liðinu og 12 mörk í 12 leikjum með U18 og U19.
Athugasemdir
banner