Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. nóvember 2020 17:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daníel Leó með 100% sigurhlutfall - Ari spilaði ekki í tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Leó Grétarsson spilaði allan leikinn fyrir Blackpool þegar liðið fór áfram í enska bikarnum í dag.

Blackpool, sem er í C-deild á Englandi, heimsótti Eastbourne Borough sem er í sjöttu efstu deild.

Það tók Blackpool 58 mínútur að brjóta ísinn en eftir að markið kom þá var þetta aldrei spurning. Leikurinn endaði með þægilegum 3-0 sigri Blackpool.

Daníel Leó hefur komið sterkur inn fyrir Blackpool. Hann hefur núna spilað þrjá leiki fyrir félagið og hafa þeir allir endað með sigri Blackpool.

Blackpool er komið áfram í 2. umferð enska bikarsins eftir þennan sigur í dag.

Ari Freyr ónotaður varamaður í tapi gegn Club Brugge
Ari Freyr Skúlason var allan tímann á bekknum hjá Oostende í belgísku úrvalsdeildinni þegar liðið tapaði 1-3 fyrir Club Brugge. Oostende er með 15 stig eftir 11 leiki en Ari hefur komið við sögu í sex leikjum á tímabilinu.

Framundan hjá Ara er landsliðsverkefni. Næsta fimmtudag spilar Ísland við Ungverjaland í úrslitaleik um sæti á EM.
Athugasemdir
banner
banner