Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 08. nóvember 2024 12:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grétar Rafn hættir í starfi sínu hjá Leeds
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Mynd: Getty Images
Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, er að hætta störfum hjá enska fótboltafélaginu Leeds.

Grétar Rafn hefur verið í stóru hlutverki hjá Leeds í kringum leikmannamálin. Starfið ber nafnið 'technical director' á ensku.

Fram kemur hjá The Athletic að Grétar sé á leið í annað stórt starf hjá fótboltadeild 49ers Enterprises, eigenda Leeds.

Grétar er fyrrum landsliðsmaður Íslands sem lék lengi sem bakvörður erlendis; í Sviss, Hollandi Tyrklandi og á Englandi. Að loknum leikmannsferlinum lauk Grétar Rafn meistaranámi í íþróttastjórnun við Johann Cruyff stofnunina í Barcelona og er hann einnig útskrifaður sem Level 5 Technical Director frá enska fótboltasambandinu.

Grétar hefur starfað á Englandi síðustu ár. Fyrst sem yfirmaður fótboltamála hjá Fleetwood Town, svo var hann í stóru hlutverki á bak við tjöldin hjá Everton í leikmannamálum félagsins og þá starfaði hann fyrir Tottenham áður en hann fór til Leeds.
Athugasemdir
banner
banner
banner