Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kristian spilaði klukkutíma í varaliði Ajax
Mynd: Getty Images

Kristian Nökkvi Hlynsson er að koma sér af stað eftir að hafa verið fjarverandi í mánuð vegna meiðsla.

Hann spilaði síðast fyrir aðallið Ajax í byrjun október en snéri aftur á völlinn í síðustu viku þegar hann spilaði fyrri hálfleikinn fyrir varalið félagsins í tapi gegn Venlo.


Hann var ónotaður varamaður þegar Ajax vann Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni í gær en hann var í byrjunarliði varaliðsins í kvöld þegar liðið tapaði gegn Emmen.

AJax náði 2-0 forystu en Emmen svaraði með fjórum mörkum og vann því 4-2. Kristian var tekinn af velli eftir rúmlega klukutíma leik.

Kolbeinn Finnsson var ekki í leikmannahópi Utrecht þegar liðið vann 1-0 sigur á Heracles í efstu deild í Hollandi. Liðið er í 2. sæti með 28 stig eftir 11 umferðir, tveimur stigum á eftir toppliði PSV.

Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði SönderjyskE sem gerði 1-1 jafntefli gegn Vejle í botnbaráttunni í efstu deild í Danmörku. SönderjyskE er í 10. sæti með 12 stig eftir 15 umferðir.

Daníel Freyr Kristjánsson var í byrjunarliði Frederica sem vann öruggan 5-0 sigur gegn B93 í næst efstu deild. Þá var Ari Leifsson í byrjunarlið Kolding í markalausu jafntefli gegn Vendsyssel. Frederica er í 2. sæti meeð 31 stig eftir 16 umferðir. Kolding er í 5. sæti með 24 stig.

Kristófer Jónsson var ónotaður varamaður þegar Triestina tapaði 1-0 gegn Giana Erminio í C-deildinni á Ítalíu. Triestina er aðeins með sex stig eftir 14 umferðir á botni deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner