Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hareide: Erum ekki búin að gleyma Kristian
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við Fótbolta.net eftir að hann valdi landsliðshópinn í vikunni fyrir leiki gegn Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni 16. og 19. nóvember.


Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax, hefur ekki verið í landsliðshópnum undanfarið og engin breyting er á því í þetta sinn en meiðsli hafa sett strik í reikninginn.

„Ég spjallaði við Kristian í síðustu viku en hann var að jafna sig af meiðslum. Hann hefur verið meiddur meira og minna síðan í ágúst. Vonandi fær hann góðan spiltíma, við erum alltaf að fylgjast með honum, hann var reglulega í hópnum í fyrra. Við erum ekki búin að gleyma Kristian en það verða allir að vera heilir til að vera í hópnum," sagði Hareide.

Kristian var í stóru hlutverki hjá Ajax á síðustu leiktíð en hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum á þessari leiktíð. Hann var á bekknum þegar AJax vann Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni í gær.


Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Athugasemdir
banner
banner
banner