Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 08. desember 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Að spila á hærra „leveli" er það sem ég þarf til að vera í U21 hópnum"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson var valinn efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar á liðnu tímabili. Hann er tvítugur miðjumaður sem gekk í raðir Stjörnunnar í upphafi vikunnar.

Jóhann ræddi við Fótbolta.net í gær og var hann spurður út í U21 árs landsliðið. Jóhann var valinn í æfingahópana í júní og október en hefur ekki verið valinn í hópinn í keppnisverkefni.

Að taka skrefið að spila með Stjörnunni, spila í efstu deild, ertu að hugsa um aukna möguleika sæti í U21 árs hópnum?

„Já, alveg klárlega. Að spila á hærra „leveli" er það sem ég þarf til að vera í hópnum," sagði Jóhann.

Varstu svekktur í haust þegar þú varst ekki valinn?

„Ég var svekktur þegar fyrsti hópurinn var valinn. Þá voru 2-3 sem duttu út en inn komu strákar sem spila úti og þá var erfitt að vera svekktur yfir því," sagði Jóhann.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. U21 árs landsliðið á leiki gegn Portúgal og Kýpur í mars.
Jóhann Árni: Hefði getað farið í KR en ég valdi að fara í Stjörnuna
Athugasemdir
banner
banner