Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 08. desember 2021 16:41
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Chelsea í Rússlandi: Hudson-Odoi vinstri vængbakvörður?
Callum Hudson-Odoi.
Callum Hudson-Odoi.
Mynd: EPA
Klukkan 17:45 hefst leikur Zenit í Pétursborg og Chelsea í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Chelsea og Juventus eru komin áfram úr H-riðli en bara spurningin hvort liðið mun enda á toppnum. Chelsea er öruggt með toppsætið með sigri.

Byrjunarlið Chelsea: Kepa; Azpilicueta, Christensen, Sarr; James, Saul, Barkley, Hudson-Odoi; Mount, Werner; Lukaku

Chelsea er án ýmissa leikmanna vegna meiðsla, þar á meðal Ben Chilwell, Trevoh Chalobah, Jorginho og N'Golo Kante.

Króatíski miðjumaðurinn Mateo Kovacic er einnig fjarverandi eftir að hafa smitast af Covid-19.

Callum Hudson-Odoi fær því tækifærið í byrjunarliðinu en spurning er hvort hann eða Saul Niguez sé að spila sem vinstri vængbakvörður í þessum leik. Eða er mögulega breyting á leikkerfi?

Lokaumferðin 8. desember:
17:45 Juventus - Malmö
17:45 Zenit Pétursborg - Chelsea

1. Chelsea 12 stig
2. Juventus 12 stig
3. Zenit 4 stig
4. Malmö 1 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner