Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. desember 2023 09:50
Elvar Geir Magnússon
Heimir mætir Mexíkó í fyrsta leik á Copa America
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson og lærisveinar í Jamaíku verða með Mexíkó, Ekvador og Venesúela í riðli í Copa America á næsta ári en dregið var í riðla í nótt.

Jamaíka mun mæta Mexíkó þann 22. júní í Houston, Texas. Þann 26. júní mun Jamaíka mæta Ekvador og svo Venesúela 30. júní.

„Þeir hafa aldrei náð að stíga þetta skref. Jamaíka hefur tvisvar áður tekið þátt á Copa America en þá var þeim bara boðið. Þetta er í fyrsta sinn sem það er keppt um að komast þangað inn. Mið-Ameríka á ekki að vera í þessari keppni en það er mikil samvinna á milli heimsálfa," sagði Heimir í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.

Copa America fer fram í Bandaríkjunum næsta sumar. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í 8-liða úrslit.

A-riðill:
Argentína
Perú
Síle
Kanada/Trínídad og Tóbagó

B-riðill:
Mexíkó
Ekvador
Venesúela
Jamaíka

C-riðill:
Bandaríkin
Úrúgvæ
Panama
Bólivía

D-riðill:
Brasilía
Kólumbía
Paragvæ
Kosta Ríka/Hondúras
Útvarpsþátturinn - Heimir Hallgríms gestur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner