Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   fös 08. desember 2023 12:28
Elvar Geir Magnússon
Rætt við Hareide um framlengingu á samningi
Age Hareide landsliðsþjálfari.
Age Hareide landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ samþykkti á síðasta fundi sínum að gefa formanni KSÍ umboð til að ræða við Age Hareide landsliðsþjálfara um mögulega endurnýjun á samningi hans.

Hareide er með samning sem gildir út umspilið en framlengist sjálfkrafa ef hann nær að koma liðinu í úrslitakeppni EM í Þýskalandi.

73% lesenda Fótbolta.net svöruðu því játandi í könnun í október að KSÍ ætti að ganga til viðræðna við Hareide um lengri samning.

Norðmaðurinn tók við íslenska landsliðinu eftir tvo leiki í liðinni undankeppni EM en þá var Arnar Þór Viðarsson rekinn.

Hareide er 70 ára gamall og er fyrrum landsliðsþjálfari Noregs og Danmerkur auk þess sem hann hefur stýrt Rosenborg, Malmö og fleiri liðum í Skandinavíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner