Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   fös 08. desember 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ten Hag og Maguire bestir í nóvember
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: EPA
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, er leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni og stjóri liðsins, Erik ten Hag, er stjóri mánaðarins. United vann Fulham, Luton og Everton í nóvember.

Ole Gunnar Solskjær fékk Maguire til Man Utd frá Leicester árið 2019 fyrir metfé en norski þjálfarinn var látinn fara tveimur árum síðar.

Erik ten Hag tók við United á síðasta ári og var þá ekkert pláss fyrir Maguire í liðinu.

Englendingurinn hafði gengið í gegnum erfiða tíma á vellinum og virtist ekki vera sami varnarmaðurinn. Endalaust áreiti og gagnrýni í fjölmiðlum hjálpaði ekki, en hann er nú mættur til baka og hefur spilað vel í síðustu leikjum liðsins.

Hann hefur núna verið verðlaunaður fyrir frammistöðu sína og er leikmaður mánaðarins í deild þeirra bestu á Englandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner