Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. janúar 2022 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar mæta Midtjylland og AIK á Atlantic Cup
Blikar á leið á sterkt æfingamót
Blikar á leið á sterkt æfingamót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur þátt í sterku æfingamóti í byrjun febrúar. Atlantshafsbikarinn, eða Atlantic Cup er nafnið á mótinu og er spilað í tveimur riðlum.

Í riðli Breiðabliks eru danska félagið FC Midtjylland, AIK frá Svíþjóð og Zenit frá Pétursborg í Rússlandi. Leiknir eru tveir leikir í riðlinum og svo spilað um sæti, svo Blikar fá alltaf leik gegn liði í hinum riðlinum.

Í riðlinum mæta Blikar liði AIK og Midtjylland. Í hinum riðlinum eru danska félagið Bröndby, norska félagið Vålerenga, sænska félagið Halmstad og síðasta liðið hefur ekki verið staðfest. Orðrómur er um að síðasta liðið sé varalið enska félagsins Brentford.

Fyrsti leikur Breiðabliks fer fram þann 3. febrúar þegar liðið mætir AIK.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner