Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. janúar 2022 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Miðverðir Inter sáu um mörkin - Nýliðarnir unnu óvænt
Milan Skriniar gat leyft sér að fagna
Milan Skriniar gat leyft sér að fagna
Mynd: EPA
Alessandro Bastoni átti góðan leik. Hann skoraði fyrsta markið og lagði upp seinna fyrir Skriniar
Alessandro Bastoni átti góðan leik. Hann skoraði fyrsta markið og lagði upp seinna fyrir Skriniar
Mynd: EPA
Salernitana vann Verona
Salernitana vann Verona
Mynd: Getty Images
Alessandro Bastoni og Milan Skriniar, miðverðir ítalska meistaraliðsins Inter, sáu um að ná í stigin þrjú gegn Lazio í Seríu A í kvöld. Nýliðar Salernitana unnu þá Hellas Verona nokkuð óvænt, 2-1.

Meistararnir komu boltanum í netið á 19. mínútu leiksins gegn Lazio eftir frábæra sendingu frá Alexis Sanchez í gegnum vörn Lazio og þaðan á Lautaro Martinez sem skoraði. VAR dæmdi markið hins vegar af.

Tíu mínútum síðar kom opnunarmarkið. Martinez tók horn sem var skallað út fyrir teiginn. Baston fékk boltann, lagði hann fyrir sig og lét vaða af 25 metra færi framhjá Thomas Strakosha í markinu.

Inter var með algera yfirburði fyrsta hálftímann en Lazio svaraði aðeins fimm mínútum síðar með fyrsta færi þeirra í leiknum. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Daniel Cataldi átti langa sendingu sem fór yfir Stefan de Vrij og svo framhjá Samir Handanovic í markinu áður en Ciro Immobile setti boltann í netið.

Gestirnir komu aðeins líflegri til leiks eftir þetta og sköpuðu sér nokkur ágætis færi áður en Milan Skriniar gerði sigurmarkið eftir magnaða útfærslu á aukaspyrnu. Sanchez tók aukaspyrnu hratt út á vinstri vænginn, Baston lagði boltann fyrir sig og kom með fyrirgjöfina inn í teiginn. Þar stökk Skriniar manna hæst og stangaði boltann í slá og inn.

Lazio pressaði á Inter undir lokin og allt var reynt til að koma boltanum í netið en gekk ekki. Inter fer með 2-1 sigur af hólmi og er fer aftur á toppinn með 49 stig.

Nýliðar Salernitana unnu Hellas Verona á sama tíma, 2-1. Milan Djuric skoraði fyrir gestina úr víti á 29. mínútu áður en Darko Lazovic jafnaði eftir klukkutímaleik. Grigoris Kastanos var hetja Salernitana með sigurmarki á 70. mínútu.

Verona lék manni færri síðustu mínútur leiksins eftir að Ivan Ilic var rekinn af velli. Salernitana er á botninum með 11 stig en sigurinn hleypir smá lífi í fallbaráttuslaginn.

Úrslit og markaskorarar:

Verona 1 - 2 Salernitana
0-1 Milan Djuric ('29 , víti)
1-1 Darko Lazovic ('63 )
1-2 Grigoris Kastanos ('70 )
Rautt spjald: Ivan Ilic, Verona ('88)

Inter 2 - 1 Lazio
1-0 Alessandro Bastoni ('30 )
1-1 Ciro Immobile ('35 )
2-1 Milan Skriniar ('67 )
Athugasemdir
banner
banner
banner