Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 09. janúar 2022 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho gagnrýnir hugarfar leikmanna - „Þeir eru veikburða"
Jose Mourinho var þungur á brún í leikslok
Jose Mourinho var þungur á brún í leikslok
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jose Mourinho, þjálfari Roma, gagnrýndi leikmenn sína harðlega eftir 4-3 tapið gegn Juventus í Seríu A í dag en hann segir suma leikmenn með of veikt hugarfar til að klára svona leiki.

Það var allt í blóma hjá Roma fram að 70. mínútu en þá minnkaði Manuel Locatelli muninn. Juventus hamraði á járnið meðan það var heitt og skoraði tvö mörk til viðbótar.

Lorenzo Pellegrini fékk tækifæri til að ná stigi út úr leiknum fyrir Roma en Wojciech Szczesny varði vítaspyrnu frá honum undir lokin.

„Við vorum með stjórn á leiknum í 70 mínútur. Liðið spilaði mjög vel og höfðum hugarfarið til að taka stjórnina, við mættum öflugir til leiks og byrjuðum vel. Við vorum með þá hugmynd að pressa hátt á vellinum og stjórna tempóinu og ætluðum að eiga frumkvæðið."

„Þetta leit allt mjög vel út í 70 mínútur en svo kemur eitthvað sálfræðilegt fall. Það drap okkur þegar þeir minnka muninn í 3-2, því Felix átti magnaðan leik sem endaði eftir kapphlaup hans við Cuadrado. Ég tók hann af velli og sá sem kom inn gerði allt rangt,"
sagði Mourinho og talaði þar um Eldor Shomurodov, sem kom inn fyrir Felix Afena-Gyan.

„Þegar við leyfðum þeim að koma til baka í 3-2, gegn liði eins og Juventus sem er með sterkt hugarfar og öflugan karakter, þá kom óttinn í okkur. Þetta var sálfræðilegt vandamál. Það er ekkert vandamál fyrir mig persónulega þegar leikurinn er í 3-2 en þetta er vandamál fyrir þá. Fyrir liðið mitt."

„Þegar allt kemur til alls og þú ert í skítnum þá stendur þú upp og finnur karakterinn en það eru leikmenn í klefanum sem eru of góðir eða of veikburða."

„Ég sagði við leikmennina ef að leikurinn hefði verið flautaður af á 70 mínútu þá hefði þetta verið mögnuð frammistaða, en því miður þá var leiknum ekki lokið,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner