Valdimar Þór Ingimundarson er mögulega á heimleið eftir veru hjá Stromsgödset í Noregi.
Hann gekk til liðs við Strömsgodset árið 2020 frá Fylki eftir að hafa átt frábært sumar með Árbæjarliðinu. Hann byrjaði hins vegar aðeins fjóra deildarleiki fyrir Stromsgödset á síðustu leiktíð og er núna á förum.
Samkvæmt Jostein Flo, yfirmanni hjá Stromsgödset, er áhugi frá tveimur félögum á Íslandi og einu í næst efstu deild í Svíþjóð. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Breiðablik endurvakið áhuga sinn á leikmanninum en það var rætt og ritað um það áður en hann fór til Strömsgodset að Breiðablik hefði áhuga á honum.
Sjá einnig:
Valdimar: Mikið búið að ganga á og erfitt að segja frá öllu
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Valdimar eftir sigur gegn Keflavík á Fótbolta.net mótinu í gær, laugardag.
„Ég get ekki tjáð mig um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum félögum. Það hefur verið margritað um áhuga minn og aðdáun á Valdimar Þór sem leikmanni. Mér finnst hann frábær leikmaður en lengra nær það ekki í dag," sagði Óskar.
„En Valdimar er frábær leikmaður."
Hér að neðan má skoða viðtalið í heild sinni þar sem Óskar ræðir nánar um sitt lið.
Athugasemdir