Notkun á VAR myndbandsdómgæslu er enn í þróun í fótboltaheiminum en nýjung verður í því í undanúrslitum enska deildabikarsins.
Þessi nýjung var nýtt í leik Tottenham og Liverpool í gær þegar mark Dominic Solanke var dæmt af vegna rangstöðu.
Stuart Attwell dómari leksins fékk staðfestingu úr VAR herberginu að um rangstöðu hafi verið að ræða og í kjölfarið tilkynnti hann áhorfendum niðurstöðuna í gegnum míkrafón.
Þessi aðferð er þekkt m.a. í ameríska fótboltanum (NFL) og verður áhugavert að sjá hvort það verði vel tekið í þetta á Englandi.
Lucas Bergvall tryggði Tottenham 1-0 sigur í gær en seinni leikur liðanna fer fram á Anfield þann 6. febrúar.
Referee communicating VAR decision to fans
byu/Mahatma_Gone_D insoccer
Athugasemdir