Amad semur við Man Utd - Mbeumo á óskalista Arsenal - Ipswich er að kaupa Philogene
   fim 09. janúar 2025 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Ronaldo skoraði í fyrsta leik ársins
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo byrjar árið 2025 nokkuð vel en hann skoraði eitt af mörkum Al Nassr í 3-1 sigri á Al Okhdood í sádi-arabísku deildinni í kvöld.

Ronaldo skoraði 43 mörk með félagsliði og landsliði á síðasta ári og verður gaman að sjá hvort honum takist að halda sér á sama skriði í ár.

Það fer alla vega vel af stað hjá honum en hann gerði annað mark Al Nassr í kvöld.

Markið gerði hann úr vítaspyrnu og þá gerði Sadio Mane tvö mörk fyrir þá gulu.

Ronaldo hefur nú skorað 24 ár í röð og er kominn með 917 mörk á ferlinum.

Al Nassr er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig, átta stigum frá toppliði Al Ittihad.


Athugasemdir
banner
banner
banner