Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   þri 09. febrúar 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Man Utd og West Ham mætast í bikarnum
Fimmta umferð enska bikarsins hefst í kvöld en Manchester United tekur á móti West Ham United á Old Trafford.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley spila við B-deildarlið Bournemouth klukkan 17:30 áður en Manchester United mætir West Ham.

West Ham fer á Old Trafford. Jesse Lingard má ekki spila með West Ham þar sem hann lék með United í bikarnum í janúar.

Sigurvegarnir úr þessum viðureignum fara í 8-liða úrslit bikarsins.

Leikir dagsins:
17:30 Burnley - Bournemouth
19:30 Manchester Utd - West Ham

Athugasemdir