Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   þri 09. febrúar 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópuleikur Man Utd og Sociedad færður til Ítalíu
Fyrri leikur Manchester United og Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar hefur verið færður frá Spáni til Ítalíu út af reglum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn á Spáni.

Heimaleikur Real Sociedad í þessari viðureign mun fara fram á heimavelli Juventus í Tórínó.

Fyrri leikurinn fer fram í Tórínó þann 18. febrúar og seinni leikurinn verður spilaður á Old Trafford 25. febrúar.

Einnig hefur þurft að færa Evrópuleiki hjá Arsenal, Manchester City og Liverpool síðustu daga.

Liverpool á að spila við RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Man City við Borussia Mönchengladbach. Heimaleikir þýsku félagana voru færðir til Búdapest í Ungverjalandi. Þá var útileikur Arsenal við Benfica frá Portúgal færður til Róm á Ítalíu.
Athugasemdir
banner