þri 09. febrúar 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Saint-Maximin skaut fast á Sunderland
Allan Saint-Maximin.
Allan Saint-Maximin.
Mynd: Getty Images
Allan Saint-Maximin, kantmaður Newcastle, er mjög virkur á samfélagsmiðlum.

Hann ákvað að taka einn stuðningsmann Sunderland á teppið í dag.

Newcastle og Sunderland eru miklir erkifjendur en það hefur ekki mikið gengið upp hjá Sunderland síðastliðin ár eins og fjallað hefur verið vel um í þáttunum Sunderland Til' I Die á Netflix.

Þessi tiltekni einstaklingur svaraði færslu Newcastle á Twitter þar sem fram kom að leikur U23 liðs félagsins við Sunderland hefði verið frestað út af snjókomu. „Sunderland myndi vinna hvort sem er, liðið ykkar er ömurlegt," skrifaði hann.

Saint-Maximin ákvað að svara þessu. „Dagatalið í ensku úrvalsdeildinni að leita að Sunderland tímabil eftir tímabil," skrifaði Saint-Maximin og birti stutt myndband sem varð til um helgina þegar tónlistarmaðurinn The Weekend kom fram í hálfleik á Superbowl.

Hér að neðan má sjá færslu Saint-Maximin.


Athugasemdir
banner
banner