Dan Gore, miðjumaður Man Utd, gekk til liðs við Rotherham á láni undir lok félagaskiptagluggans í janúar.
Steve Evans, stjóri liðsins, er ekki ánægður með leikmanninn eftir að hann missti af tapi liðsins gegn Shrewsbury í ensku C-deildinni í gær.
Gore hefur átt við meiðslavandræði að spila en þessi tvítugi Englendingur var sendur á lán til Port Vale í janúar í fyrra en meiddist í fyrsta leiknum og var frá út tímabilið.
Hann hefur komið við sögðu í einum leik með Rotherham en hann meiddist skyndilega fyrir leik helgarinnar.
„Ég fékk símtal frá læknateyminu sem sagði að honum hafi verið mjög illt í fætinum þegar hann vaknaði í morgun. Þetta er ótrúlegt, við gerðum ekki nóg á æfingu svo honum sé illt í nefinu, hvað þá fætinum. Hann sat með strákunum eftir æfinguna og borðaði hádegismat, fór svo í nudd og undirbjó sig," sagði Evans.
Athugasemdir