Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fim 09. mars 2023 11:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert leikmaður umferðarinnar þegar stutt er í landsliðsverkefni
Icelandair
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson hefur verið að eiga fínasta tímabil með Genoa í B-deildinni á Ítalíu en hann var í gær útnefndur sem besti leikmaður 28. umferðar deildarinnar.

Albert fór mikinn í 4-0 sigri liðsins gegn botnliði Cosenza síðasta mánudagskvöld.

Albert lagði þá upp fyrst mark leiksins og bætti svo sjálfur við öðru eftir rétt tæplega klukkutíma leik. Albert gerði sér svo lítið fyrir og lagði upp fjórða markið áður en flautað var til leiksloka.

Albert hefur alls skorað sex mörk í 26 leikjum fyrir Genoa sem er í öðru sæti deildarinnar.

En verður hann í landsliðinu?
Það er ein stærsta spurningin í landsliðsvalinu sem verður líklega tilkynnt í næstu viku. Framundan eru fyrstu leikirnir í undankeppni Evrópumótsins en margir velta nú fyrir sér hvort Albert verði í hópnum.

Albert hefur ekki verið í íslenska landsliðshópnum frá því í júní á síðasta ári. Hann var ekki valinn í septemberverkefni landsliðsins þar sem Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var ósáttur við hugarfar hans.

„Hurðin er alltaf opin hjá mér að taka samtalið við Albert. Ef það kemur ekki frá honum þá kemur einhvern tímann að því að ég taki upp símann. Það er ekkert skrifað í stein hvernig svona málum er háttað," sagði Arnar í samtali við Fótbolta.net í janúar er hann var spurður út í Albert. Afar fróðlegt verður að sjá hvort nafn hans verði á lista er hópurinn verður tilkynntur.


Athugasemdir
banner
banner
banner