Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 09. mars 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
„Real Sociedad vann á Old Trafford, þá getum við það líka“
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Í kvöld klukkan 20:00 mætast Manchester United og Real Betis í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United vann Barcelona í síðustu umferð en hefur verið í erfiðleikum með spænsk lið í Evrópukeppnum.

United hefur fallið úr leik gegn spænskum andstæðingum í Evrópukeppnum undanfarin fimm tímabil og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á þessu tímabili tapaði liðið fyrir Real Sociedad á Old Trafford.

„Fyrst Real Sociedad tókst það þá getum við líka unnið Manchester United," segir Manuel Pellegrini, stjóri Real Betis.

Real Betis er í fimmta sæti La Liga, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti.

Fróðlegt verður að sjá hvernig Manchester United svarar eftir 7-0 skellinn gegn Liverpool síðasta sunnudag.

„Þetta var hreinlega ótrúlegt. Ég missti af sex leikjum því ég var að undirbúa mitt lið fyrir leik. Vegna rígsins við Liverpool vissi ég að þetta yrði ekki auðvelt fyrir þá. En ég er alls ekkert leiður yfir því hvað gerðist. Ég held með Manchester City," segir Pellegrini, sem er fyrrum stjóri City.
Athugasemdir
banner
banner
banner