Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 09. apríl 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crespo: Það er erfitt að vera Lionel Messi
Mynd: Getty Images
Argentínumaður Hernan Crespo hefur tjáð sig um það að það sé erfitt að vera Lionel Messi. Hann vonar að hann muni sjá fyrirliða Barcerlona lyfta heimsmeistarbikarnum með Argentínu.

Takmörkuð velgengni Messi með landsliðinu hefur oft verið notuð gegn honum þegar kemur að því að nefna þann besta allra tíma en Crespo er á því að það eigi ekki að taka neitt frá mikilmennsku Messi.

„Það er erfitt að vera Messi, enginn getur sett sig í hans spor likt og enginn gat sett sig í spor Maradona á sínum tíma. Það er ómögulegt að vita hvernig þeir hugsa og hvernig þeir upplifa hlutina.

„Það gerir mig glaðan að fylgjast með Messi með landsliðinu og ég myndi elska það sem Argentínumaður ef Messi yrði heimsmeistari. Leo er maður sem hefur verið í hæsta gæðaflokki í mörg ár, oft sparkaður niður en hann heldur alltaf áfram."

„Í raun, ef þú hugsar um það, þá skuldar fótboltinn Messi. Við erum Argentínumenn og við viljum að hann verði heimsmeistari, ég vil það með öllu mínu hjarta en það skiptir samt ekki öllu máli þegar hans ferill er dæmdur,"
sagði Crespo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner