Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 09. apríl 2020 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mane: Var nálægt því að velja Man Utd
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, rifjar upp í viðtali í gær að hann hafi á sínum tíma verið mjög nálægt því að velja Manchester United þegar hann valdi að semja við Liverpool.

Mane var keyptur fyrir 30 milljónir punda sumarið 2016 og hefur blómstrað á Anfield.

„Í raun ekki. Við vorum mest að hugsa um Manchester United," sagði Mane við The Times um hvort Liverpool hafi verið augljósi kosturinn.

„Þetta var erfiður tími því ég var á bekknum svo ég bjóst ekki við að félög hefðu áhuga en ég var ánægður þegar Klopp gerði það."

Sjá einnig:
Mane: Skil það ef Liverpool fær ekki titilinn
Klopp leist ekkert á Mane fyrst - Eins og rappari
Athugasemdir