Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 09. apríl 2021 19:03
Victor Pálsson
Stjarnan fær danskan leikmann frá AGF (Staðfest)
Magnus Anbo.
Magnus Anbo.
Mynd: Getty
Stjarnan í Pepsi Max-deild karla hefur samið við 20 ára gamlan Dana sem kemur til félagsins frá AGF í heimalandinu.

Þetta var staðfest í kvöld en leikmaðurinn sem um ræðir heitir Magnus Anbo og gerir samning til 30. ágúst.

Í tilkynningu Stjörnunnar kemur fram að Magnus geti spilað á miðju og í hægri bakverði og að hann sé vinnusamur leikmaður.

Um er að ræða lánssamning en AGF bindur vonir við að Magnus fái leikreynslu þegar efsta deild fer af stað hér heima.

Magnus er fæddur árið 2000 en hefur aðallega leikið fyrir varalið AGF en tók þó þátt í einum bikarleik fyrr á árinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner