Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum í síðari hálfleik - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 09. apríl 2024 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Hlín: Gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi
Icelandair
Hlín fagnar marki sínu í kvöld.
Hlín fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Mirko Kappes
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta eru ógeðslega svekkjandi úrslit," sagði Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

„Mér fannst þær betri en við í leiknum. Og þær eru betri en við á blaði. En mér fannst við engu að síður mæta þeim vel og við sköpuðum fínar stöður. Við vorum að gera vel varnarlega oft á tíðum en það þarf svo lítið til á móti liði eins og Þýskalandi. Þær refsa um leið og við gefum þeim eina fyrirgjöf."

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Við töpuðum á því að þær voru klínískari en við í okkar teig á móti við í þeirra teig."

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum en átti þá í kjölfarið góðan kafla þar sem liðið hefði hæglega getað skorað þrjú mörk. Hlín skoraði úr þriðja færinu.

„Það sem er ógeðslega svekkjandi er að við erum alveg þarna. Við getum alveg spilað við þetta lið og það er það sem við viljum allar gera. Á góðum degi getum við unnið Þýskaland eins og öll önnur lið. Þær refsa okkur meira en við refsum þeim. Þess vegna töpuðum við leiknum."

„Auðvitað er gaman að skora, en það er svekkjandi að það hafi ekki gefið okkur neitt."

Markið kom úr þröngu færi. „Það er algjör krafa hjá mér að setja boltann í markið þarna. Þetta var alveg þröngt færi en ég er ein á móti markverði og það gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi. Ég er glöð að hafa náð að skora."

Það breytti leiknum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilmaður Íslands, meiddist illa í fyrri hálfleik.

„Ég sá þetta ekki en mér fannst þetta ömurlegt. Vonandi er í lagi með hana. Þetta leit ekki vel út. Ég er sammála að það breytir leiknum. Bryndís kemur inn og stendur sig vel, en Sveindís er með ákveðin vopn sem við hinar erum ekki með. Að sjálfsögðu byggjum við planið okkar í kringum það. Mér fannst við leysa þetta ágætlega á köflum."

Hlín sér mikla bætingu frá síðasta útileik gegn Þýskalandi sem var í september í fyrra. Næsti gluggi er risastór þegar við mætum Austurríki tvisvar. „Við erum búnar að vera að tala um að við höfum tekið skref fram á við. Við mættum náttúrulega bara ekki til leiks í þeim leik. Ég held að þróunin sé jákvæð og vonandi getum við orðið enn betra. Ég heyrði að Austurríki hefði unnið í kvöld og það verða rosalega mikilvægir leikir."
Athugasemdir
banner
banner