Chelsea ræðir við McKenna - Pochettino gæti tekið við Englandi - 50 milljóna punda verðmiði á Silva
Bjössi: Sem betur fer eigum við eina Katrínu Ágústsdóttur upp á topp
Sigurvin: Markmaðurinn á ekki að reyna að sóla sóknarmenn
Úlfur: Við erum með bolta, keilur og vesti
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
   þri 09. apríl 2024 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Hlín: Gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi
Icelandair
Hlín fagnar marki sínu í kvöld.
Hlín fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Mirko Kappes
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta eru ógeðslega svekkjandi úrslit," sagði Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

„Mér fannst þær betri en við í leiknum. Og þær eru betri en við á blaði. En mér fannst við engu að síður mæta þeim vel og við sköpuðum fínar stöður. Við vorum að gera vel varnarlega oft á tíðum en það þarf svo lítið til á móti liði eins og Þýskalandi. Þær refsa um leið og við gefum þeim eina fyrirgjöf."

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Við töpuðum á því að þær voru klínískari en við í okkar teig á móti við í þeirra teig."

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum en átti þá í kjölfarið góðan kafla þar sem liðið hefði hæglega getað skorað þrjú mörk. Hlín skoraði úr þriðja færinu.

„Það sem er ógeðslega svekkjandi er að við erum alveg þarna. Við getum alveg spilað við þetta lið og það er það sem við viljum allar gera. Á góðum degi getum við unnið Þýskaland eins og öll önnur lið. Þær refsa okkur meira en við refsum þeim. Þess vegna töpuðum við leiknum."

„Auðvitað er gaman að skora, en það er svekkjandi að það hafi ekki gefið okkur neitt."

Markið kom úr þröngu færi. „Það er algjör krafa hjá mér að setja boltann í markið þarna. Þetta var alveg þröngt færi en ég er ein á móti markverði og það gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi. Ég er glöð að hafa náð að skora."

Það breytti leiknum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilmaður Íslands, meiddist illa í fyrri hálfleik.

„Ég sá þetta ekki en mér fannst þetta ömurlegt. Vonandi er í lagi með hana. Þetta leit ekki vel út. Ég er sammála að það breytir leiknum. Bryndís kemur inn og stendur sig vel, en Sveindís er með ákveðin vopn sem við hinar erum ekki með. Að sjálfsögðu byggjum við planið okkar í kringum það. Mér fannst við leysa þetta ágætlega á köflum."

Hlín sér mikla bætingu frá síðasta útileik gegn Þýskalandi sem var í september í fyrra. Næsti gluggi er risastór þegar við mætum Austurríki tvisvar. „Við erum búnar að vera að tala um að við höfum tekið skref fram á við. Við mættum náttúrulega bara ekki til leiks í þeim leik. Ég held að þróunin sé jákvæð og vonandi getum við orðið enn betra. Ég heyrði að Austurríki hefði unnið í kvöld og það verða rosalega mikilvægir leikir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner