Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   þri 09. apríl 2024 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Hlín: Gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi
Icelandair
Hlín fagnar marki sínu í kvöld.
Hlín fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Mirko Kappes
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta eru ógeðslega svekkjandi úrslit," sagði Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

„Mér fannst þær betri en við í leiknum. Og þær eru betri en við á blaði. En mér fannst við engu að síður mæta þeim vel og við sköpuðum fínar stöður. Við vorum að gera vel varnarlega oft á tíðum en það þarf svo lítið til á móti liði eins og Þýskalandi. Þær refsa um leið og við gefum þeim eina fyrirgjöf."

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Við töpuðum á því að þær voru klínískari en við í okkar teig á móti við í þeirra teig."

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum en átti þá í kjölfarið góðan kafla þar sem liðið hefði hæglega getað skorað þrjú mörk. Hlín skoraði úr þriðja færinu.

„Það sem er ógeðslega svekkjandi er að við erum alveg þarna. Við getum alveg spilað við þetta lið og það er það sem við viljum allar gera. Á góðum degi getum við unnið Þýskaland eins og öll önnur lið. Þær refsa okkur meira en við refsum þeim. Þess vegna töpuðum við leiknum."

„Auðvitað er gaman að skora, en það er svekkjandi að það hafi ekki gefið okkur neitt."

Markið kom úr þröngu færi. „Það er algjör krafa hjá mér að setja boltann í markið þarna. Þetta var alveg þröngt færi en ég er ein á móti markverði og það gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi. Ég er glöð að hafa náð að skora."

Það breytti leiknum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilmaður Íslands, meiddist illa í fyrri hálfleik.

„Ég sá þetta ekki en mér fannst þetta ömurlegt. Vonandi er í lagi með hana. Þetta leit ekki vel út. Ég er sammála að það breytir leiknum. Bryndís kemur inn og stendur sig vel, en Sveindís er með ákveðin vopn sem við hinar erum ekki með. Að sjálfsögðu byggjum við planið okkar í kringum það. Mér fannst við leysa þetta ágætlega á köflum."

Hlín sér mikla bætingu frá síðasta útileik gegn Þýskalandi sem var í september í fyrra. Næsti gluggi er risastór þegar við mætum Austurríki tvisvar. „Við erum búnar að vera að tala um að við höfum tekið skref fram á við. Við mættum náttúrulega bara ekki til leiks í þeim leik. Ég held að þróunin sé jákvæð og vonandi getum við orðið enn betra. Ég heyrði að Austurríki hefði unnið í kvöld og það verða rosalega mikilvægir leikir."
Athugasemdir
banner