Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   þri 09. apríl 2024 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Hlín: Gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi
Icelandair
Hlín fagnar marki sínu í kvöld.
Hlín fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Mirko Kappes
Hlín Eiríksdóttir.
Hlín Eiríksdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta eru ógeðslega svekkjandi úrslit," sagði Hlín Eiríksdóttir, sóknarmaður Íslands, eftir 3-1 tap gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

„Mér fannst þær betri en við í leiknum. Og þær eru betri en við á blaði. En mér fannst við engu að síður mæta þeim vel og við sköpuðum fínar stöður. Við vorum að gera vel varnarlega oft á tíðum en það þarf svo lítið til á móti liði eins og Þýskalandi. Þær refsa um leið og við gefum þeim eina fyrirgjöf."

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

„Við töpuðum á því að þær voru klínískari en við í okkar teig á móti við í þeirra teig."

Íslenska liðið lenti snemma undir í leiknum en átti þá í kjölfarið góðan kafla þar sem liðið hefði hæglega getað skorað þrjú mörk. Hlín skoraði úr þriðja færinu.

„Það sem er ógeðslega svekkjandi er að við erum alveg þarna. Við getum alveg spilað við þetta lið og það er það sem við viljum allar gera. Á góðum degi getum við unnið Þýskaland eins og öll önnur lið. Þær refsa okkur meira en við refsum þeim. Þess vegna töpuðum við leiknum."

„Auðvitað er gaman að skora, en það er svekkjandi að það hafi ekki gefið okkur neitt."

Markið kom úr þröngu færi. „Það er algjör krafa hjá mér að setja boltann í markið þarna. Þetta var alveg þröngt færi en ég er ein á móti markverði og það gerist ekki á hverjum degi á móti Þýskalandi. Ég er glöð að hafa náð að skora."

Það breytti leiknum þegar Sveindís Jane Jónsdóttir, lykilmaður Íslands, meiddist illa í fyrri hálfleik.

„Ég sá þetta ekki en mér fannst þetta ömurlegt. Vonandi er í lagi með hana. Þetta leit ekki vel út. Ég er sammála að það breytir leiknum. Bryndís kemur inn og stendur sig vel, en Sveindís er með ákveðin vopn sem við hinar erum ekki með. Að sjálfsögðu byggjum við planið okkar í kringum það. Mér fannst við leysa þetta ágætlega á köflum."

Hlín sér mikla bætingu frá síðasta útileik gegn Þýskalandi sem var í september í fyrra. Næsti gluggi er risastór þegar við mætum Austurríki tvisvar. „Við erum búnar að vera að tala um að við höfum tekið skref fram á við. Við mættum náttúrulega bara ekki til leiks í þeim leik. Ég held að þróunin sé jákvæð og vonandi getum við orðið enn betra. Ég heyrði að Austurríki hefði unnið í kvöld og það verða rosalega mikilvægir leikir."
Athugasemdir
banner