Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 09. maí 2021 11:00
Aksentije Milisic
Heimild: MBL 
Ásgeir Marteins nennir ekki að sitja á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Marteins­son, leikmaður HK, kom inn á í gær og tryggði HK eitt stig gegn Fylki í annari umferð Pepsi Max deildarinnar.

Allt stefndi í sigur Fylkis en í uppbótartímanum fékk HK aukaspyrnu af löngu færi. Seiðkarlinn Ásgeir steig þá upp og skoraði beint úr aukaspyrnunni.

Markvörður Fylkis átti að gera miklu betur í markinu en það er ekki hægt að taka neitt af Ásgeiri, sem gerði það rétta og lét vaða sem endaði með marki og einu stigi fyrir HK.

„Stund­um byrj­ar maður ekki, svo maður verður að koma inn og gera eitt­hvað. Ég nenni eng­an veg­in að vera á bekkn­um og von­andi ger­ir maður til­kall næst. Ég ætlaði fyrst að gefa hann fyr­ir, en svo sá ég að markmaður­inn stóð framar­lega og ég ákvað að láta vaða, af hverju ekki?" sagði Ásgeir í samtali við mbl.is í gær.

Ásgeir kom inn á í gær fyrir Atla Arnarson þegar um tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Athugasemdir
banner
banner
banner