Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 09. maí 2021 19:22
Victor Pálsson
Lingard í guðatölu hjá stuðningsmönnum
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard er nú þegar orðinn 'Guð' í augum stuðningsmanna West Ham að sögn fyrirliða liðsins, Mark Noble.

Lingard hefur verið stórkostlegur síðan hann kom á láni frá Manchester United í janúar og er með níu mörk í 12 leikjum.

Noble vonast innilega til að halda Lingard sem á eftir að upplifa það að spila fyrir framan stuðningsmenn félagsins.

„Hann hefur verið stórkostlegur. Þegar sjálfstrautið er farið þá er það slæmt að vera fótboltamaður en hann virkar svo rólegur í treyju West Ham," sagði Noble.

„Peningarnir eru mikilvægir en þegar þú nýtur þín skiptir ekkert annað máli. Við myndum elska að fá hann aftur."

„Ég er sár að Jesse hafi ekki upplifað stuðningsmenn West Ham. Þið þekkið hvernig það er þegar þeir elska einhvern, það er klikkun. Þeir líta upp til hans eins og hann sé Guð."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner