Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. maí 2021 21:09
Victor Pálsson
Pepsi Max-deildin: Tíu menn Vals náðu stigi gegn FH - Keflavík vann Stjörnuna
Fín úrslit fyrir Val.
Fín úrslit fyrir Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi og hans menn geta fagnað í kvöld.
Siggi Raggi og hans menn geta fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleik kvöldsins í Pepsi Max-deild karla var nú að ljúka en þar áttust við FH og Valur í annarri umferð sumarsins.

Leikurinn var nokkuð fjörugur en það dró strax til tíðinda á 22. mínútu er Haukur Páll Sigurðsson fékk að líta beint rautt spjald hjá Val.

Fyrirliðinn sparkaði í sköflunginn á Jónatani Inga Jónssyni og ákvað Helgi Mikael dómari að senda hann beint í sturtu.

FH nýtti sér liðsmuninn á 38. mínútu er Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði ansi skondið mark. Hörður Ingi Gunnarsson átti skot að marki Vals sem fór í afturendann á Ágústi og þaðan í netið.

Staðan var 1-0 fyrir heimaliðinu þar til á 70. mínútu er Sigurður Egill Lárusson jafnaði metin fyrir Val eftir smá darraðadans í vítateig FH.

Bæði lið áttu rispur áður en flautað var til leiksloka en fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur, 1-1.

Í hinum leik kvöldsins mættu nýliðarnir í Keflavík liði Stjörnunnar en spilað var á HS-Orkuvellinum í Keflavík.

Keflavík gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuma 2-0 þar sem þeir Frans Elvarsson og Kian Williams komust á blað.

Stjarnan gerði jafntefli við hina nýliðana í Leikni í fyrstu umferð og tapa svo gegn Keflavík í kvöld.

FH 1 - 1 Valur
1-0 Ágúst Eðvald Hlynsson ('38 )
1-1 Sigurður Egill Lárusson ('70 )
Lestu nánar um leikinn hér

Keflavík 2 - 0 Stjarnan
1-0 Frans Elvarsson ('22 , víti)
2-0 Kian Paul James Williams ('53 )
Lestu nánar um leikinn hér
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner