Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 09. maí 2021 16:40
Aksentije Milisic
Smith: Vítaspyrnudómurinn var hörmuleg ákvörðun
Mynd: Getty Images
„Fyrstu fimm mínúturnar voru ekki góðar en eftir það unnum við okkur vel inn í leikinn, pressuðum þá hátt uppi og áttum skilið að skora mark. Vítaspyrnudómurinn hafði mikil áhrif á okkur," sagði Dean Smith, stjóri Aston Villa, eftir tapleikinn gegn Manchester United í dag.

Douglas Luiz braut á Paul Pogba í byrjun síðari hálfleiks og vítaspyrnan var dæmd. VAR skoðaði atvikið og var sammála ákvörðun dómarans.

„Það skilur þetta enginn, allir eru að furða sig á því hvernig Raheem Sterling getur farið í gegn og það er farið í hann fjórum eða fimm sinnum og hann fékk ekki víti. Hér er ein snerting og strax víti. Þetta var hörmuleg ákvörðun. Hann fór niður eins og á Old Trafford fyrr í vetur og á síðasta tímabili hér," sagði Smith reiður.

„Ollie Watkins er rekinn af velli fyrir tvö gul spjöld. Það getur enginn sagt mér að dómarinn var 100% öruggur á því að það var ekki komið við hann. Ég skil ekki þessar ákvarðanir hjá dómurunum og sérstaklega hjá þeim á Stockley Park."
Athugasemdir
banner
banner
banner