Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 09. maí 2021 21:12
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: VAR-dramatík og flautumark í Madríd
Ivan Rakitic og Lucas Ocampos í leiknum í kvöld
Ivan Rakitic og Lucas Ocampos í leiknum í kvöld
Mynd: EPA
Real Madrid 2 - 2 Sevilla
0-1 Fernando ('22 )
1-1 Marco Asensio ('67 )
1-2 Ivan Rakitic ('78 , víti)
2-2 Eden Hazard ('90 )

Real Madrid tapaði mikilvægum stigum í kvöld er liðið gerði 2-2 jafntefli við Sevilla í spænsku deildinni. Eden Hazard skoraði jöfnunarmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Madrídingar byrjuðu leikinn með stæl. Karim Benzema skallaði fyrirgjöf Alvaro Odriozola í netið en það var seinna dæmt af þar sem Odriozola var rangstæður en ekki mátti þó miklu muna.

Tíu mínútum síðar komst Sevilla yfir með marki frá Fernando. Jesus Navas átti fyrirgjöf sem Ivan Rakitic náði að pota áfram á Fernando sem skoraði örugglega.

Marco Asensio kom inná sem varamaður hjá Real á 66. mínútu og innan við mínútu síðar var hann búinn að jafna. Toni Kroos átti góða sendingu á Asensio sem skoraði með skoti á nærstöng.

Það var svo á 75. mínútu þar sem VAR-dramatíkin fór af stað. Benzema komst í gegn og braut Bono, markvörður Sevilla, á honum og vítaspyrna dæmd en dómarinn notaðist við VAR til að skoða atvik sem átti sér stað hinum megin á vellinum.

Sevilla átti hornspyrnu áður en Madrídingar fóru í þessa sókn en boltinn fór í höndina á Eder Militao. Því ákvað dómarinn að dæma vítaspyrnu á Madrídinga. Ivan Rakitic tók spyrnuna og skoraði.

Eftir alla þessa VAR-dramatík þá var bætt við sjö mínútum í uppbótartíma og Madrídingar nýttu sér það. Hazard kom inná sem varamaður á 81. mínútu og skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Kroos átti skot sem fór af Hazard, framhjá Bono og í netið. Þetta jöfnunarmark heldur Real Madrid í titilbaráttunni en liðið er með 75 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Atlético þegar þrjár umferðir eru eftir. Sevilla er á meðan í fjórða sæti með 71 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner