„Ég er mjög ósátt við að hafa ekki náð meira út úr þessum leik. Við fengum færi til að klára þennan leik en því miður þá datt boltinn ekki inn.“ sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir þjálfari kvennaliðs Þróttar í Pepsi deild kvenna í samtali við Fótbolta.net.
Þróttarar gerðu markalaust jafntefli við Aftureldingu og unnu þar með sitt fyrsta stig í sumar. Guðrún og Þróttur eru enn markalausar það sem af er sumri.
Þróttarar gerðu markalaust jafntefli við Aftureldingu og unnu þar með sitt fyrsta stig í sumar. Guðrún og Þróttur eru enn markalausar það sem af er sumri.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 - 0 Afturelding
„Við höfum engar áhyggjur af markaleysinu á meðan við erum að skapa færi. Á meðan við erum að skapa færi þá er þetta að fara að detta inn. Ég hefði áhyggjur ef við værum ekki að skapa okkur færi.“
„Við fengum urmul af færum í dag og við verðum bara að nýta þetta til að taka 3 stigin.“
„Ég var sátt með spilamennskuna að mestu leiti og mörkin, þau eiga bara eftir að detta inn.“
Athugasemdir