Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. júní 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafa Víkingar reynt að fá Ragnar?
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason á landsliðsæfingu.
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hafa verið miklar vangaveltur um framtíð landsliðsmiðvarðarins Ragnars Sigurðssonar en hann er enn án félags.

Það hafa verið sögusagnir um að Ragnar, sem hefur leikið lykilhlutverk í landsliðinu undanfarin ár, sé að hætta í fótbolta.

„Hann þarf að finna út úr því hvar hans framtíð liggur. Það er voðalega erfitt fyrir mig að segja um það akkúrat núna hver sú staða er. Ég held að það viti það allir þegar Raggi er 100 prósent og að spila þann fótbolta sem hann getur best, þá er hann einn af okkar bestu hafsentum. Ég vona að hann finni sér núna félag og komi sér í stand. Það er það sem við vonum. Ég mun hafa samband við hann eftir gluggann og ræða málin," sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, um stöðu Ragnars síðasta sunnudag.

Ragnar var að æfa hér á Íslandi í síðasta mánuði með Víkingum og Kórdrengjum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var spurður að því eftir jafntefli gegn Val á mánudagskvöld hvort það hefðu verið einhverjar viðræður við miðvörðinn sterka.

„Við höfum ekkert reynt. Við vitum ekki hver staðan er. Ef það stendur til boða, þá munum við skoða það mjög vel og vandlega. Kári sér um þetta fyrir okkur," sagði Arnar en Kári Árnason og Ragnar eru miklir félagar í landsliðinu og hafa skipað frábært miðvarðarpar í gegnum ótrúlegan árangur landsliðsins.
Arnar Gunnlaugs: Heldur Íslandsmótinu gangandi
Athugasemdir
banner
banner