Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. júní 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho segist hafa unnið hálfan titil hjá Spurs
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho segist hafa unnið hálfan titil á tíma sínum hjá Tottenham Hotspur. Hann kom liðinu í úrslitaleik deildabikarsins og vill meina að með því sé hálfur titill unninn.

Mourinho fékk ekki að stýra liðinu í úrslitaleiknum. Hann var rekinn sex dögum fyrir leikinn og stýrði Ryan Mason liðinu í leiknum og út leiktíðina. Mourinho hefur verið ráðinn sem stjóri Roma og tekur við í sumar.

„Ég hef unnið 25 og hálfan titil sem stjóri," sagði Jose Mourinho í viðtali við James Corden sem birt var á the Sun.

„Þessi hálfi er úrslitaleikurinn sem ég fékk ekki að stýra hjá Tottenham."

Mourinho var svekktur að hafa ekki fengið að stýra liðinu í úrslitaleiknum. Hann var rekinn eftir sautján mánuði í starfi.

„Úrslitaleikur á Wembley er meira en draumur. Líka tækifærið að vinna úrslitaleik með félagi sem hefur ekki unnið marga. Það var tvöfaldur draumur."

Tottenahm endaði í sjöunda æti úrvalsdeildarinnar og fer í Conference League í haust.
Athugasemdir
banner
banner