Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. júní 2021 19:28
Brynjar Ingi Erluson
Sky Italia: Fonseca að taka við Tottenham
Paulo Fonseca
Paulo Fonseca
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur er í viðræðum við Paulo Fonseca um að taka við félaginu. Það er Sky Italia sem fullyrðir þetta í kvöld.

Fonseca er 48 ára gamall Portúgali en hann hætti með Roma í maí eftir að hafa þjálfað liðið í tvö ár.

Hann hefur áður þjálfað lið á borð við Shakhtar Donetsk, Braga, Porto, Pacos Ferreira og Aves.

Samkvæmt Sky Italia er Tottenham í viðræðum við Fonseca og eru þær viðræður komnar langt á veg. Hann mun skrifa undir þriggja ára samning við félagið.

Fabio Paratici er partur af samningaviðræðunum og mun í kjölfarið taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham en samningur hans við Juventus rann út á dögunum.

Tottenham var lengi vel í viðræðum við Antonio Conte en viðræður sigldu í strand þar sem kröfur Conte þóttu óraunhæfar.

Ryan Mason stýrði Tottenham út leiktíðina eftir að Jose Mourinho var látinn taka poka sinn en Mourinho tók einmitt við Roma eftir að félagið ákvað að framlengja ekki samning Fonseca.
Athugasemdir
banner
banner