Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 09. júní 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bellingham stóðst læknisskoðun en gæti þurft aðgerð
Mynd: EPA

Jude Bellingham stóðst læknisskoðun hjá Real Madrid í gær en spænska stórveldið er að kaupa miðjumanninn efnilega fyrir rúmlega 100 milljónir evra.


Bellingham, sem verður 20 ára í lok júní, gerir sex ára samning við Real Madrid þrátt fyrir að vera að glíma við hnémeiðsli.

Enski landsliðsmaðurinn gæti þurft að fara í minniháttar aðgerð á hné í sumar og myndi þá missa af landsleikjum Englands í undankeppni EM gegn Möltu og Norður-Makedóníu sem eru á dagskrá um miðjan júní.

Real Madrid veit af hnémeiðslunum en hefur ekki miklar áhyggjur af þeim.

Búist er við að Bellingham verði kynntur sem nýr leikmaður Real á næstu dögum, en auk þess þarf félagið að kaupa leikmenn fyrir sóknarlínuna sína. Real er búið að missa Karim Benzema og Marco Asensio á frjálsri sölu, auk Mariano Diaz og Eden Hazard sem stóðust ekki væntingarnar sem voru gerðar til þeirra.

Sjá einnig:
Real Madrid nær samkomulagi við Dortmund vegna Bellingham
Bellingham missir af landsleikjunum og þarf líklega að fara í aðgerð á hné


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner