Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 09. júní 2023 17:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
UEFA ákærir West Ham og Fiorentina

West Ham United og Fiorentina hafa bæði verið ákærð af UEFA fyrir hegðun stuðningsmanna í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar á miðvikudagskvöldið.


Bæði lið hafa verið ákærð þar sem stuðningsmenn beggja liða köstuðu allskonar aðskotahlutum út á völlinn, aðallega bjórglösum. Eitt slíkt fór í höfuðið á Cristiano Biraghi fyrirliða Fiorentina með þeim afleiðingum að hann fékk gat á höfuðið.

West Ham hefur einnig verið ákært þar sem stuðningsmenn liðsins hlupu inn á völlinn og Fiorentina ákært þar sem stuðningsmenn liðsins kveiktu í flugeldum.

UEFA staðfesti að mál hefur verið höfðað gegn liðunum og mun aganefnd UEFA taka ákvörðun um refsingu fljótlega.


Athugasemdir
banner