Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Lima á leið til Chelsea - Verður lánaður til Strasbourg
Pedro Lima fer til Chelsea
Pedro Lima fer til Chelsea
Mynd: Getty Images
Chelsea er að ganga frá kaupum á brasilíska hægri bakverðinum Pedro Lima en hann kemur til félagsins frá Sport Recife.

Lima er 17 ára gamall og spilaði 25 leiki með Sport Recife á síðustu leiktíð.

Hann var mikilvægur hluti af U17 ára landsliði Brasilíu sem komst í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í nóvember á síðasta ári.

Chelsea var í baráttu við Real Madrid um þennan efnilega bakvörð en Fabrizio Romano segir að enska félagið hafi unnið þá baráttu.

Félagið er að ganga frá viðræðum við Sport Recife og þegar farið að undirbúa næsta tímabil, en Lima verður sendur á lán til Strasbourg í Frakklandi.

Chelsea og Strasbourg eru bæði í eigu BlueCo-samsteypunnar.
Athugasemdir
banner
banner