Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 13:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tottenham reynir að losa Ndombele undan samningi
Mynd: EPA

Tottenham er í viðræðum við Tanguy Ndombele um að rifta samningi hans við félagið.


Ndombele á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham en félagið vill ekki halda honum. Viðræður eru í gangi og vonast er til að ná samkomulagi sem hentar báðum aðilum og hann geti því fundið sér nýtt félag.

Hann er 27 ára gamall miðjumaður og gekk til liðs við Tottenham fyrir metfé árið 2019. Hann kostaði liðið 65 milljónir punda.

Hann hefur ekki spilað fyrir liðið síðan tímabilið 2021/22. Hann hefur verið á láni hjá Lyon, Napoli og Galatasaray.


Athugasemdir
banner
banner