Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 10:43
Elvar Geir Magnússon
Rotterdam
Wijnaldum: Slot er í sama klassa og Klopp og Mourinho
Icelandair
Mynd: EPA
Georginio Wijnaldum fyrrum leikmaður Liverpool segir að félagið sé að fá stjóra í hæsta gæðaflokki með ráðningunni á Arne Slot.

Wijnaldum, sem er með hollenska landsliðinu sem mætir því íslenska hér í Rotterdam á morgun, ræddi við hollenska fjölmiðla um Slot.

Hann æfði undir hans stjórn um tíma með Feyenoord í fyrrasumar.

„Í upphafi tímabilsins æfði ég í nokkra daga með Feyenoord og sá hvernig Slot vinnur. Hann er í hæsta klassa, það var frábært að sjá hann," segir Wijnaldum.

„Ég get líkt honum við Klopp og Mourinho og sagt að Slot er í sama klassa. Hann er vissulega að stíga inn í allt aðra veröld núna en hann getur samt náð árangri með Liverpool eins og hann hefur gert með Feyenoord."

Wijnaldum, sem spilar væntanlega sinn 93. landsleik fyrir Holland á morgun, er fyrirliði Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner