
„Við erum ánægðir með stigið, þetta er súrsætt. Við fengum tvö dauðafæri til að klára þetta, einn á móti markmanni tvisvar en við getum ekki annað en verið þokkalega sáttir við þetta," sagði Jóhann Birnir Guðmundsson, þjáfari ÍR, eftir jafntefli gegn Þór í dag.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 1 ÍR
„Það er ekki auðvelt að verjast í svona langan tíma. Mér fannst við vera með stjórn á leiknum þótt við værum ekki með boltann."
Hann var ekki ánægður með rauða spjaldið sem Marc McAusland fékk.
„Ég vil helst ekki vera ræða um dómgæsluna eins og margir segja. Mér fannst þetta furðulegur dómur en svona er þetta. Mér fannst þetta skrítið," sagði Jói.
Arnór Sölvi Harðarson og Hákon Dagur Matthíasson þurftu að fara af velli vegna höfuðmeiðsla.
„Arnór Sölvi var búinn að vera frábær framan að leik, skorar stórkostlegt mark. Hann fær höfuðhögg. Hákon fær líka höfuðhögg fyrir eitthvað svipað og fyrirliðinn okkar var rekinn út af fyrir, mér fannst mjög sérstakt að það væri í lagi að hann hafi fengið höfuðhögg en ekki í hina áttina," sagði Jói.
Athugasemdir