Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   þri 09. júlí 2019 22:33
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Berglind Hrund: Þetta er bara fokking pirrandi
Kvenaboltinn
Berglind Hrund ver frá Betsy Hassett í leiknum í kvöld.
Berglind Hrund ver frá Betsy Hassett í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara fokking pirrandi." voru fyrstu viðbrögð Berglindar Hrundar markvarðar Stjörnunnar eftir 1-0 tap gegn KR þar sem sigurmark KR kom á 90. mínútu leiksins.

„Mjög jafn leikur sem gat dottið með hverjum sem er. Að fá á okkur svona skítamark í lokin finnst mér bara mjög pirrandi. Alveg mjög gaman að spila þennan leik en mjög pirrandi að tapa honum." sagði Berglind svekkt að leikslokum.

Berglind Hrund var að spila sinn fyrsta leik í sumar en hún hefur verið að glíma við meiðsli.

„Ég er bara alltaf meidd. En ég er bara búin að vera hægt og rólega að koma til baka. Birta er búin að vera að standa sig vel og fínt að vera ekki í neinu stressi að spila leiki meidd, þetta er bara alvöru samkeppni núna." sagði Berglind

Berglind segir tilfinninguna að koma aftur inn á völlin vera geggjaða. „Ég er búin að spila held ég tvo leiki á þessu ári þannig ég var mjög spennt í dag. Það voru allir að spyrja mig í vinnunni af hverju ég væri svona róleg og ég sagði engum að ég væri að fara að spila í dag. Nema mömmu minni." 



Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

Varnarleikur Stjörnunnar virðist vera að smella betur saman í síðustu tveimur leikjum, eftir að hafa fengið nokkuð mörg mörk á sig í 2-3 leikjum í röð á undan því. Anna María og Berglind eru báðar að koma til baka úr meiðslum og virðast koma með aukið öryggi í vörnina.

„Við erum búnar að vera að spila fleiri og fleiri leiki saman. Þetta er náttúrlega alveg nýtt lið. Með hverjum leiknum finnst mér við bæta bæði spil og varnarfærslur. Jú, jú það alveg bætir alveg að ég og Anna, þessi kjarni sem hefur verið í vörninni." sagði Berglind

Leikurinn í kvöld var sá fimmti í röð sem Stjarnan nær ekki að skora mark, en síðasta deildarmark þeirra kom 22. maí. Berglind telur það ekki vera áhyggjuefni.

„Er ekki bara smá markaþurrð. Þetta kemur í næsta leik, þá verður einhver markaveisla." sagði Berglind létt í bragði.
Athugasemdir
banner
banner