Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   þri 09. júlí 2019 22:33
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Berglind Hrund: Þetta er bara fokking pirrandi
Kvenaboltinn
Berglind Hrund ver frá Betsy Hassett í leiknum í kvöld.
Berglind Hrund ver frá Betsy Hassett í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara fokking pirrandi." voru fyrstu viðbrögð Berglindar Hrundar markvarðar Stjörnunnar eftir 1-0 tap gegn KR þar sem sigurmark KR kom á 90. mínútu leiksins.

„Mjög jafn leikur sem gat dottið með hverjum sem er. Að fá á okkur svona skítamark í lokin finnst mér bara mjög pirrandi. Alveg mjög gaman að spila þennan leik en mjög pirrandi að tapa honum." sagði Berglind svekkt að leikslokum.

Berglind Hrund var að spila sinn fyrsta leik í sumar en hún hefur verið að glíma við meiðsli.

„Ég er bara alltaf meidd. En ég er bara búin að vera hægt og rólega að koma til baka. Birta er búin að vera að standa sig vel og fínt að vera ekki í neinu stressi að spila leiki meidd, þetta er bara alvöru samkeppni núna." sagði Berglind

Berglind segir tilfinninguna að koma aftur inn á völlin vera geggjaða. „Ég er búin að spila held ég tvo leiki á þessu ári þannig ég var mjög spennt í dag. Það voru allir að spyrja mig í vinnunni af hverju ég væri svona róleg og ég sagði engum að ég væri að fara að spila í dag. Nema mömmu minni." 



Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

Varnarleikur Stjörnunnar virðist vera að smella betur saman í síðustu tveimur leikjum, eftir að hafa fengið nokkuð mörg mörk á sig í 2-3 leikjum í röð á undan því. Anna María og Berglind eru báðar að koma til baka úr meiðslum og virðast koma með aukið öryggi í vörnina.

„Við erum búnar að vera að spila fleiri og fleiri leiki saman. Þetta er náttúrlega alveg nýtt lið. Með hverjum leiknum finnst mér við bæta bæði spil og varnarfærslur. Jú, jú það alveg bætir alveg að ég og Anna, þessi kjarni sem hefur verið í vörninni." sagði Berglind

Leikurinn í kvöld var sá fimmti í röð sem Stjarnan nær ekki að skora mark, en síðasta deildarmark þeirra kom 22. maí. Berglind telur það ekki vera áhyggjuefni.

„Er ekki bara smá markaþurrð. Þetta kemur í næsta leik, þá verður einhver markaveisla." sagði Berglind létt í bragði.
Athugasemdir
banner