Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 09. júlí 2019 22:33
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Berglind Hrund: Þetta er bara fokking pirrandi
Berglind Hrund ver frá Betsy Hassett í leiknum í kvöld.
Berglind Hrund ver frá Betsy Hassett í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara fokking pirrandi." voru fyrstu viðbrögð Berglindar Hrundar markvarðar Stjörnunnar eftir 1-0 tap gegn KR þar sem sigurmark KR kom á 90. mínútu leiksins.

„Mjög jafn leikur sem gat dottið með hverjum sem er. Að fá á okkur svona skítamark í lokin finnst mér bara mjög pirrandi. Alveg mjög gaman að spila þennan leik en mjög pirrandi að tapa honum." sagði Berglind svekkt að leikslokum.

Berglind Hrund var að spila sinn fyrsta leik í sumar en hún hefur verið að glíma við meiðsli.

„Ég er bara alltaf meidd. En ég er bara búin að vera hægt og rólega að koma til baka. Birta er búin að vera að standa sig vel og fínt að vera ekki í neinu stressi að spila leiki meidd, þetta er bara alvöru samkeppni núna." sagði Berglind

Berglind segir tilfinninguna að koma aftur inn á völlin vera geggjaða. „Ég er búin að spila held ég tvo leiki á þessu ári þannig ég var mjög spennt í dag. Það voru allir að spyrja mig í vinnunni af hverju ég væri svona róleg og ég sagði engum að ég væri að fara að spila í dag. Nema mömmu minni." 



Lestu um leikinn: KR 1 -  0 Stjarnan

Varnarleikur Stjörnunnar virðist vera að smella betur saman í síðustu tveimur leikjum, eftir að hafa fengið nokkuð mörg mörk á sig í 2-3 leikjum í röð á undan því. Anna María og Berglind eru báðar að koma til baka úr meiðslum og virðast koma með aukið öryggi í vörnina.

„Við erum búnar að vera að spila fleiri og fleiri leiki saman. Þetta er náttúrlega alveg nýtt lið. Með hverjum leiknum finnst mér við bæta bæði spil og varnarfærslur. Jú, jú það alveg bætir alveg að ég og Anna, þessi kjarni sem hefur verið í vörninni." sagði Berglind

Leikurinn í kvöld var sá fimmti í röð sem Stjarnan nær ekki að skora mark, en síðasta deildarmark þeirra kom 22. maí. Berglind telur það ekki vera áhyggjuefni.

„Er ekki bara smá markaþurrð. Þetta kemur í næsta leik, þá verður einhver markaveisla." sagði Berglind létt í bragði.
Athugasemdir
banner
banner
banner