Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 09. júlí 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
David Dunn tekur við Barrow (Staðfest)
David Dunn, fyrrum miðjumaður Blackburn, hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Barrow.

Barrow komst á dögunum úr ensku utandeildinni upp í D-deildina í fyrsta skipti.

Hinn fertugi Dunn spreytti sig sem stjóri Oldham í ensku C-deildinni tímabilið 2015/2016 en þá var hann einungis þrjá mánuði í starfi.

Á síðasta tímabili var Dunn aðstoðarstjóri Blackpool í ensku C-deildinni en hann stýrði liðinu einnig tímabundið eftir að Simon Grayson var rekinn.
Athugasemdir
banner